Af hverju Rednek?

Árlega er Rednek bikarmótið haldið á rallýcrossbrautinni við Krýsvíkurveg. Fjörutíu og fjórir keppendur mættu á bílum sínum í ár og úr varð hörkukeppni og mikil skemmtun. Ekki verður fjallað um keppnina hér heldur nafngift hennar: „Rednek“ bikarmótið. Rednek mótið er minningarmót, haldið til minningar um mann sem hét Gunnar Viðarsson. Gunni var rauðhærður og notaði…

Áramótakveðja

Árið 2016 var skemmtilegt mótorsprtár, mikið um tilþrif að venju og dramatíkin átti sinn þátt líka. Þetta fyrsta ár motorsport.is var frekar magurt hvað fréttaflutning varðar, fáar keppnir voru teknar fyrir en þeim keppnum sem fjallað var um var komið þokkalega til skila vonum við.  Við stefnum auðvitað á að gera enn betur á komandi…

Nýr fréttaritari motorsport.is

Malin Brand hefur gengið til liðs við motorsport.is.  Malin hefur mikla reynslu af fréttamennsku og bílaáhuginn er henni í blóð borinn.  Þegar haft var samband við hana kom mikill áhugi strax í ljós, enda hefur hún bæði fylgst með akstursíþróttum sem og tekið þátt í þeim. Keppnistímabilinu 2016 er lokið svo ætla mætti að vefurinn leggðist…

Motorsport.is – Nýr fréttaritari

Á morgun, laugardaginn 22 október 2016 kemur nýr fréttaritari til starfa við vefinn.  Ætlunin er að efla umfjöllun um Íslenskt mótorsport með meiri og betri skrifum en hingað til.  Það er eftirvænting í lofti og munum við sjá fyrstu pósta um sprettrallið á morgun af hendi þessa reynslubolta.  Ritstjóri er ekki laus við smá eftirvæntingu enda…

Driftið um helgina, úrslit

Laugardaginn 21.Maí fór fram, í rjóma blíðu, fyrsta umferð Íslandsmeistara móts í Drift. Mótið sem er á vegum Akstursíþróttasambands Íslands(AKÍS) var haldið af Driftdeild Akstursíþróttafélagi Hafnafjarðar(DDA) og voru 23 keppendur skráðir til leiks. Aðeins einn forfallaðist og mættu því 22 keppendur til leiks, tilbúnir í að leggja allt í sölurnar til að vinna. Keppnin gekk…

Fyrsta driftkeppni sumarsins

Keppnin er haldin á vegum Driftdeildar Akstursíþróttafélags Hafnarfjarðar og er liður í Íslandsmeistara mótaröð sem haldin er á vegum AKÍS. Forkeppni hefst klukkan 11:00 og stendur til 12:30, þá er áætlað hálftími í mat og hefst svo Útsláttarkeppnin sjálf klukkan 13:00. 23 keppendur er skráðir í keppnina og verður það teljast met í fyrstu keppni…

Fyrsti þátturinn kominn á Sarpinn

Mótorsportþættirnir eru aðgengilegir á vef RÚV eftir britingu.  Fyrsti þáttur ársins er kominn í loftið og er nú aðgengilegur á Sarpinum.  Sjá… http://ruv.is/sarpurinn/ruv/motorsport/20160514 

Driftið á uppleið

Vinsældir þessa tiltölulega unga sports virðast engin takmörk hafa en metaðsókn hefur verið á driftæfingar í apríl, fjöldinn allur af tækjum og stór hópur áhorfenda. Undirbúningur þátttakenda og mótshaldara er í fullum gangi fyrir komandi tímabil og stefnir í það langstærsta hingað til. Keppnisbrautir hafa hingað til eingöngu verið hjá Akstursíþróttafélagi Hafnarfjarðar (AÍH) og Bílaklúbbi…