Myndband: Ogier setur spennu í heimsmeistaramótið

  Sebastian Ogier og Julian Ingrassia stóðu uppi sem sigurvegarar í tyrkneska rallinu sem fór fram um helgina. Fyrir rallið voru Frakkarnir, sem unnið hafa heimsmeistaratitilinn síðustu sex ár, rúmum þrjátíu stigum á eftir fyrsta sætinu. Þar sátu Ott Tanak og Martin Jarveoja en Eistarnir urðu frá að hverfa á öðrum degi í Tyrklandi eftir…

Tyrkneska rallið um helgina

  Tyrkneska rallið verður að teljast eitt allra mest krefjandi rall í heimsmeistaramótinu en keppnin er sú ellefta af fjórtán og fer fram um helgina. Ott Tanak er með öruggt forskot í heimsmeistaramótinu fyrir rallið en það getur allt gerst í Tyrklandi. ,,Vegirnir eru mjög grófir og snýst þetta því meira um að lifa af…

WRC Fréttir

Toyota allsráðandi í Þýskalandi Toyota læsti verðlaunapallinum í þýska rallinu sem fram fór um helgina, rallið var það tíunda í heimsmeistaramótinu. Eistlendingurinn Ott Tanak hafði unnið keppnina síðastliðin tvö ár. Tanak náði forustunni strax á fyrstu leið en varð að láta hana af hendi til Thierry Neuville á Hyundai á annari leið, fyrstu leið föstudagsins….

WRC Þýskaland – Upphitun

Ogier efstur í upphitun í Þýskalandi Þýskalandsrallið, tíunda umferð heimsmeistaramótsins, fer fram um helgina. Ott Tanak leiðir mótið á sínum Toyota Yaris en Eistlendingurinn var alls ráðandi í Þýskalandi á síðasta ári. Þar töldu flestir að Toyota vélin hafi verið lykilatriðið. Þýsku malbiksvegirnir eru mjög hæðóttir skiptir afl því höfuðmáli, sérstaklega þar sem gripið er…

Tanak með öruggan sigur í Finnlandi

Öruggur sigur Eistarnir Ott Tanak og Martin Jarveoja stóðu uppi sem öruggir sigurvegarar á Toyota Yaris í finnska rallinu um helgina. Keppnin er heimakeppni Toyota Gazoo Racing og var fjórfaldi heimsmeistarinn Tommi Makinen, liðsstjóri liðsins, himinlifandi með árangurinn. ,,Að fá tvo bíla á verðlaunapall hérna í Finnlandi er algjör draumur“ sagði Tommi eftir keppni. Jari-Matti…

WRC fréttir

WRC byrjað aftur eftir sumarfrí Tæpir tveir mánuðir eru liðnir frá því síðasta umferðin í heimsmeistarakeppninni í ralli fór fram. Um helgina heldur veislan áfram þegar að níunda umferðin fer fram í Finnlandi. Keppnin er ein sú sögufrægasta ár hvert enda er rallakstur þjóðaríþrótt Finna. Í ár eru það ungstirnin Esapekka Lappi og Teemu Suninen…

Allt í járnum fyrir ítalska rallið

Upphitun: Allt í járnum fyrir ítalska rallið Áttunda umferðin í heimsmeistarakeppninni í ralli fer fram á Sardiníu á Ítalíu um helgina. Aðeins 10 stig skilja að efstu þrjá ökumennina á mótinu. Nú er keppnistímabilið hálfnað og eftir ítalska rallið fer WRC í tæplega tveggja mánaða sumarfrí. Að venju eru það Sebastien Ogier, Ott Tanak og…

Dans á rósum?

Lífið er ekki dans á rósum og það er rallý ekki heldur. Rallý er kannski frekar dans á þyrnirósum, allavega oft. Orkurallið sem fór fram liðna helgi endaði ekki á þann veg sem sumir keppendur höfðu ætlað. Hér eru helstu orsakir þess að sumar áhafnirnar skiluðu sér ekki í endamark. Fyrstir í upptalningunni eru þeir Valdimar Jón…

Orkurallið myndir

Fréttaritarar motorsport.is mættu með myndavélarnar og spöruðu ekki filmurnar. Afraksturinn má sjá hér að neðan. Myndir: Malín Brand og Þórður Bragason

Ótrúlegur Sunnudagur í Portúgal

Sjöunda umferð heimsmeistaramótsins í ralli fór fram í Portúgal um helgina. Mikið var um afföll á lokadegi keppninnar. Ott Tanak á Toyota Yaris stóð uppi sem öruggur sigurvegari. Eistlendingurinn náði forustunni strax á þriðju sérleið og lét hana aldrei af hendi. Tveir helstu keppinautar Tanak um heimsmeistaratitil ökumanna komu svo á eftir honum. Annar varð…

Orkurallið 2019

Akstursíþróttafélag Suðurnesja hélt sitt árlega rall um helgina. 19 áhafnir voru skráðar til leiks en tvær þeirra mættu ekki á ráslínu. Fyrirfram var búist við hörðum slag nokkurra áhafna. Sigurvegari síðasta árs, Ragnar Bjarni Gröndal, þótti líklegur en Baldur Hlöðversson með Heimi Snæ Jónsson sér við hlið þótti sömuleiðis líklegur. Gunnar Karl Jóhannesson hefur sýnt…

Tanak vinnur og Neuville veltur

Sjöttu umferð heimsmeistaramótsins í ralli lauk um helgina. Keppnin fór fram í Síle og var sú fyrsta sem haldin var þar í landi. ,,Ég finn fyrir ótrúlegum rallýáhuga hérna, alveg frá byrjun rallsins til enda var allt fullt af áhorfendum’’ sagði Ott Tanak eftir keppnina. Tanak og Martin Jarveoja stóðu uppi sem sigurvegarar eftir frábæran…