Hyundai meistarar í fyrsta sinn

Síðasta umferð heimsmeistaramótsins í ralli átti að fara fram í Ástralíu um helgina. Því miður var keppninni aflýst sökum þeirra gríðarlegu skógarelda sem eru á svæðinu. Fyrir síðustu umferðina var hörkuslagur um titil bílaframleiðenda milli Hyundai og Toyota. Kóreska liðið hafði 18 stiga forskot og tryggði sér því titilinn um leið og ljóst var að…

Rallytimes

Í mörg ár hafa allir tímar allra rallýkeppna verið skráðir á vefsvæði sem heitir Rallytimes. Tryggvi Þórðarson setti Rallytimes á laggirnar fyrir mörgum árum, nánar tiltekið árið 2006. Fyrstu árin voru bara RallyReykjavik keppnirnar skráðar inn í kerfið en þegar fram liðu stundir voru fleiri keppnir skráðar þar. Síðustu árin hefur vefurinn verið ómissandi enda…

Af hverju Rednek?

Árlega er Rednek bikarmótið haldið á rallýcrossbrautinni við Krýsvíkurveg. Fjörutíu og fjórir keppendur mættu á bílum sínum í ár og úr varð hörkukeppni og mikil skemmtun. Ekki verður fjallað um keppnina hér heldur nafngift hennar: „Rednek“ bikarmótið. Rednek mótið er minningarmót, haldið til minningar um mann sem hét Gunnar Viðarsson. Gunni var rauðhærður og notaði…

Uppgjör: Tanak kominn með aðra höndina á titilinn

Ott Tanak stóð uppi sem sigurvegari í tólftu og þriðju síðustu umferð heimsmeistaramótsins í ralli sem fram fór á Bretlandseyjum um helgina. Ekki nóg með að tryggja sér 25 stig fyrir sigurinn heldur náði Eistlendingurinn einnig hraðasta tíma á ofurleiðinni. Tanak fékk því fullt hús stiga, 30 stig, og er forusta hans í mótinu komin…

Upphitun: Stærsta rall ársins um helgina

Um helgina fer fram hið árlega Wales Rally GB sem er eitt það allra vinsælasta í heimsmeistaramótinu. Eftir sigur Sebastien Ogier í tyrkneska rallinu fyrir þremur vikum er mótið aftur orðið galopið. Ogier, Thierry Neuville og Ott Tanak eiga allir möguleika á titli. Á pappír er það Ogier sem er líklegastur til að vinna í…

Myndband: Ogier setur spennu í heimsmeistaramótið

  Sebastian Ogier og Julian Ingrassia stóðu uppi sem sigurvegarar í tyrkneska rallinu sem fór fram um helgina. Fyrir rallið voru Frakkarnir, sem unnið hafa heimsmeistaratitilinn síðustu sex ár, rúmum þrjátíu stigum á eftir fyrsta sætinu. Þar sátu Ott Tanak og Martin Jarveoja en Eistarnir urðu frá að hverfa á öðrum degi í Tyrklandi eftir…

Tyrkneska rallið um helgina

  Tyrkneska rallið verður að teljast eitt allra mest krefjandi rall í heimsmeistaramótinu en keppnin er sú ellefta af fjórtán og fer fram um helgina. Ott Tanak er með öruggt forskot í heimsmeistaramótinu fyrir rallið en það getur allt gerst í Tyrklandi. ,,Vegirnir eru mjög grófir og snýst þetta því meira um að lifa af…

WRC Fréttir

Toyota allsráðandi í Þýskalandi Toyota læsti verðlaunapallinum í þýska rallinu sem fram fór um helgina, rallið var það tíunda í heimsmeistaramótinu. Eistlendingurinn Ott Tanak hafði unnið keppnina síðastliðin tvö ár. Tanak náði forustunni strax á fyrstu leið en varð að láta hana af hendi til Thierry Neuville á Hyundai á annari leið, fyrstu leið föstudagsins….

WRC Þýskaland – Upphitun

Ogier efstur í upphitun í Þýskalandi Þýskalandsrallið, tíunda umferð heimsmeistaramótsins, fer fram um helgina. Ott Tanak leiðir mótið á sínum Toyota Yaris en Eistlendingurinn var alls ráðandi í Þýskalandi á síðasta ári. Þar töldu flestir að Toyota vélin hafi verið lykilatriðið. Þýsku malbiksvegirnir eru mjög hæðóttir skiptir afl því höfuðmáli, sérstaklega þar sem gripið er…

Tanak með öruggan sigur í Finnlandi

Öruggur sigur Eistarnir Ott Tanak og Martin Jarveoja stóðu uppi sem öruggir sigurvegarar á Toyota Yaris í finnska rallinu um helgina. Keppnin er heimakeppni Toyota Gazoo Racing og var fjórfaldi heimsmeistarinn Tommi Makinen, liðsstjóri liðsins, himinlifandi með árangurinn. ,,Að fá tvo bíla á verðlaunapall hérna í Finnlandi er algjör draumur“ sagði Tommi eftir keppni. Jari-Matti…

WRC fréttir

WRC byrjað aftur eftir sumarfrí Tæpir tveir mánuðir eru liðnir frá því síðasta umferðin í heimsmeistarakeppninni í ralli fór fram. Um helgina heldur veislan áfram þegar að níunda umferðin fer fram í Finnlandi. Keppnin er ein sú sögufrægasta ár hvert enda er rallakstur þjóðaríþrótt Finna. Í ár eru það ungstirnin Esapekka Lappi og Teemu Suninen…

Allt í járnum fyrir ítalska rallið

Upphitun: Allt í járnum fyrir ítalska rallið Áttunda umferðin í heimsmeistarakeppninni í ralli fer fram á Sardiníu á Ítalíu um helgina. Aðeins 10 stig skilja að efstu þrjá ökumennina á mótinu. Nú er keppnistímabilið hálfnað og eftir ítalska rallið fer WRC í tæplega tveggja mánaða sumarfrí. Að venju eru það Sebastien Ogier, Ott Tanak og…