Af hverju Rednek?

Árlega er Rednek bikarmótið haldið á rallýcrossbrautinni við Krýsvíkurveg. Fjörutíu og fjórir keppendur mættu á bílum sínum í ár og úr varð hörkukeppni og mikil skemmtun. Ekki verður fjallað um keppnina hér heldur nafngift hennar: „Rednek“ bikarmótið. Rednek mótið er minningarmót, haldið til minningar um mann sem hét Gunnar Viðarsson. Gunni var rauðhærður og notaði…

Til hvers reglur?

Pistill ritstjóra Undanfarið hef ég skoðað reglur í torfæru og hvernig þeim hefur verið beitt. Nýlega hafa tvö atvik komið upp þar sem reglur hefðu átt að vera í aðalhlutverki og ég ætla að fjalla aðeins um þau hér. Fyrst er atvik í Akranesstorfærunni í ár þar sem ranglega var úrskurðað um hver væri sigurvegari…

Greifatorfæran 2019

Tveir keppendur mættu með horn og hala, ætluðu sér sigur og Íslandsmeistaratitil. Þetta voru þeir Þór Þormar Pálsson á THOR og Haukur Viðar Einarsson á Heklu. Þór leiddi mótið en Haukur var litlum 4 stigum á eftir. Það þýðir að Þór þurfti ekki nauðsynlega að vinna en hann mátti ekki vera langt á eftir Hauki;…

Torfæran á Blönduósi

Óhætt er að fullyrða að áhorfendur fengu mikið fyrir sinn snúð í dag þegar Bílaklúbbur Akureyrar hélt torfærukeppni á Blönduósi. Börðin litu hrikalega út. Það var aldrei spurning; margir myndu velta og tilþrifin yrðu svakaleg. Keppnin um titilinn Þór Þormar Pálsson á THOR, Geir Evert Grímsson á Sleggjunni og Haukur Viðar Einarsson á Heklu voru…

Blönduós götubílar

Harðnandi slagur í götubílaflokki Steingrímur Bjarnason hafði aðeins tveggja stiga forskot í keppninni um Íslandsmeistaratitilinn. Hann vann síðustu keppni með yfirburðum, hafnaði í öðru sæti á Hellu en þar tapaði hann fyrir Óskari Jónssyni á Úlfinum. Snæbjörn Hauksson mætti á bíl föður síns, Hauks Birgissonar. Sá bíll kallast Þeytingur og þrátt fyrir litla reynslu náði…

Fólkið á Blönduósi

Bílaklúbbur Akureyrar hélt torfærukeppni á Blönduósi laugardaginn 29. júní og margt var um manninn. Annar ljósmyndara motorsport.is lét myndavélina „fanga“ fólkið í pyttinum að keppni lokinni.

KFC torfæran

Bílaklúbbur Akureyrar hélt sína árlegu bíladaga um helgina og var KFC torfæran einn dagskrárliðurinn. Keppnin fór fram í skraufþurrum gryfjum efst á keppnissvæði klúbbsins og setti ryk svolítið strik í reikninginn, einkum hjá ökumönnum og ljósmyndurum en áhorfendur sluppu ágætlega þar sem vindátt var þeim hagstæð þennan daginn. Keppnin um Íslandsmeistaratitilinn átti athygli fréttaritara motorsport.is…

Úrslit Sindratorfærunnar

  Sérútbúnir Sæti Nafn Bíll Stig 1 Geir Evert Grímsson Sleggjan 1774 2 Ingólfur Guðvarðarson Guttinn Reborn 1712 3 Haukur Viðar Einarsson Hekla 1638 4 Ásmundur Ingjaldsson Bomban 1277 5 Þór Þormar Pálsson Thor 1125 6 Christopher Harris Heimasætan 1051 7 Freddie Flintoff Sápan 1050 8 Páll Skjóldal Jónsson Rollan 1041 9 Skúli Kristjánsson Simbi…

Hellutorfæran 2019: MYNDIR

Hellutorfæran 2019 fór fram í blíðskaparveðri þann 4. maí síðastliðinn. 5.500 áhorfendur voru á svæðinu og óhætt er að segja að þeir hafi skemmt sér frábærlega. Flugbjörgunarsveitin á Hellu hélt keppnina líkt og undanfarin ár eða áratugi öllu heldur. Smellið á myndir til að skoða allt heila klabbið! Myndir og myndvinnsla: Þórður Bragason og Malín…

Hellutorfæran – götubílar

Fjórir keppendur voru skráðir til leiks í götubílaflokki. Steingrímur Bjarnason þótti líklegastur til sigurs og leiddi lengi vel. Það var þó Jakob Nielsen Kristjánsson sem tók forystuna í fyrstu braut þegar hann fór einn upp og lagði línurnar fyrir aðra keppendur. Steingrímur tók þá forystu til baka í næstu braut og hélt henni allt þar…

Top Gear á Hellu

Breska ríkissjónvarpið hefur um árabil framleitt sjónvarpsþættina Top Gear. Fjöldi Íslendinga kannast við þættina sem glatt hafa margan bílaáhugamanninn. Nýir stjórnendur þáttanna birtust á Hellu um helgina og tóku þátt í keppninni. Þetta voru þeir Freddie Flintoff og Chris Harris sem fá hér örlitla kynningu áður en lengra verður haldið: Chris Harris er breskur bílablaðamaður…

Slagurinn á Hellu 2019

Hellutorfæran 2019 verður ein þeirra keppna sem Þór Þormar Pálsson vill sjálfsagt gleyma sem fyrst og sömu sögu má eflaust segja um Steingrím Bjarnason. Báðir köstuðu þeir frá sér hugsanlegum sigri. Eftir fyrstu tvær brautirnar var Þór Þormar efstur með 600 stig en þrír keppendur voru skammt undan með 560 stig. Þriðja braut reyndist erfið,…