Upphitun fyrir sænska rallið

  Önnur umferð heimsmeistaramótsins í ralli fer fram um helgina í Svíþjóð. Þó rallið sé kallað Rally Sweden fer þó stór kafli þess fram í Noregi. Bækistöðvar keppninar eru í bænum Torsby nálægt landamærum Noregs. Sebastain Ogier og Julian Ingrassia á Citroën unnu fyrstu umferðina, heimakeppni sína í Monte Carlo. Í öðru sæti urðu erkifjendur…

Uppgjör – Söguleg spenna í Monte Carlo

  Fyrsta umferð heimsmeistaramótsins í ralli, Monte Carlo rallið fór fram síðustu helgina í janúar. Aðeins 2,2 sekúndur skildu að fyrsta og annað sætið eftir alla fjóra keppnisdagana. Keppt hefur verið í Ölpunum fyrir ofan Mónakó síðan 1911 og aldrei hefur slagurinn um fyrsta sætið verið svona jafn.   Það voru heimamennirnir Sebastian Ogier og…

Kosning: Fólk og atburðir ársins

Kosning:  Klúður ársins, ökumaður ársins, aðstoðarökumaður ársins, bíll ársins, keppni ársins og hver er manneskja ársins? (athugið að einungis er hægt að kjósa einu sinni þó möguleikinn að kjósa aftur birtist)

Eyjólfur og Heimir unnu Rallý Reykjavík

Rallý Reykjavík var að ljúka rétt í þessu.  Þeir félagar Eyjólfur Melsteð og Heimir Snær Jónsson á Jeep Grand Cherokee fóru með sigur af hólmi.  Fréttaritara telst til að þetta sé í fyrsta sinn sem jeppi vinnur Rallý Reykjavík.  Þeir óku hratt en jafnt, engin áföll og engar meiriháttar bilanir.  Fyrst og fremst óku þeir…

Slagurinn harðnar

Slagurinn um annað sætið milli Fylkis og Antons annars vegar og Gunnars og Ísaks hins vegar harðnar.  Óstaðfestar heimilidir herma að Gunnar hafi tekið 41 sekúndu af Fylki niður Kaldadal.  Ef það er rétt þá er munurinn kominn í 1:16, þá er Hengill eftir, þar náði Gunnar 6 sekúndna betri tíma í fyrri ferð og…

Lokaspretturinn nálgast

Þeir Eyjólfur og Heimir náðu flottum tíma upp Tröllháls – Kaldadal, tóku c50 sekúndur af þeim Fylki og Antoni sem eru í öðru sæti.  Gunnar Karl og Ísak sem verma þriðja sætið tóku 20 sekúndur af þeim Fylki og Antoni sem þurfa ekkert að verjast neitt sérstaklega en bilið milli þessara áhafna er núna 1:42…

Fréttir af Kaldadal (óstaðfest)

Fregnir herma að Eyjólfur og Heimir hafi tekið 50 sekúndur af Gunnari Karli og Ísak, Jón Bjarni og Sæmundur voru með svipaðan tíma og Gunnar Karl og Ísak og bíllinn hjá Baldri Arnari og Hjalta virðist vera kominn í lag en þeir voru einnig með svipaðan tíma og tvær fyrrnefndar áhafnir. Kári og Svavar skiptu…

Keppir með langafa í ralli

Örn „Dali“ Ingólfsson er röllurum vel þekktur, enda hefur hann keppt í 40 ár og er enn að.  Á langri ævi hefur Erni auðnast börn, barnabörn og barna-barnabörn.  Eitt þessara langafabarna Arnar er Bríet Fríða Ingadóttir.  Bríet er 16 ára og má keppa sem aðstoðarökumaður sem hún og gerir í Rallý Reykjavík sem hefst í…

Sjö konur keppa í rallý um helgina

Oft hefur verið fjallað um hversu fáar konur stunda akstursíþróttir hér á landi. Því er um að gera að vekja athygli á þeirri jákvæðu þróun sem orðið hefur og fagna því að hvorki meira né minna en sjö konur eru skráðar í Bílanaustrall AÍFS sem fram fer næsta föstudag og laugardag. Í ár keppir kvenpar…

Skoda Fabia

Blaðamaður motorsport.is talaði við Ástu og spurði um bílinn, Ásta var fljót til svars, sagðist ekkert vita enda hefðu þau ekki séð bílinn nema á mynd. En til að geta gefið lesendum einhverja hugmynd um bílinn fór blaðamaður á netið og leitaði upplýsinga sem vonandi segja eitthvað. Bíllinn heitir Skoda Fabia. Hann er 265 hestöfl en…

Áramótakveðja

Árið 2016 var skemmtilegt mótorsprtár, mikið um tilþrif að venju og dramatíkin átti sinn þátt líka. Þetta fyrsta ár motorsport.is var frekar magurt hvað fréttaflutning varðar, fáar keppnir voru teknar fyrir en þeim keppnum sem fjallað var um var komið þokkalega til skila vonum við.  Við stefnum auðvitað á að gera enn betur á komandi…

Motorsport.is – Nýr fréttaritari

Á morgun, laugardaginn 22 október 2016 kemur nýr fréttaritari til starfa við vefinn.  Ætlunin er að efla umfjöllun um Íslenskt mótorsport með meiri og betri skrifum en hingað til.  Það er eftirvænting í lofti og munum við sjá fyrstu pósta um sprettrallið á morgun af hendi þessa reynslubolta.  Ritstjóri er ekki laus við smá eftirvæntingu enda…