Sindratorfæran 2021 á Hellu

Það verður spennandi keppni laugardaginn 8.maí þegar Sindratorfæran 2021 verður haldin. Keppnin sjálf hefst kl. 11:00, en upphitun verður í beinni útsendingu frá kl. 09:00 með Braga og Bessa að lýsa.

Miðasala er hafin og kostar miðinn kr. 2.500,- pr mann eins og áður, en fyrirkomulagið að þessu sinni verður að eingöngu er streymt frá keppninni og ætlum við að gera okkar allra besta til að lyfta útsendingu og umfjöllun upp á hærra stig.

Miðana má finna á heimasíðu Skjáskots, www.skjaskot.is/hella, og þurfa allir sem vilja fylgjast með að skrá sig inn á síðuna þar til að geta horft á streymið frá keppninni.