Eftir Sérleið 4

Þau Danni og Ásta eru í 30. sæti eftir fjórar sérleiðir.  Bíllinn er í góðu lagi, dekkin líka.  Þau eru á sömu dekkjunum og þau byrjuðu á og ætla að klára á þeim dekkjum.  Það er dekkjakvóti, þau meiga bara nota 10 dekk við prófanir og keppnina. Danni segir að þau séu í „safe mode“, allt…

Kynning á TAHKO rallinu

Óskar Sólmundarson fann ágæta kynningu/video af TAHKO rallinu.  Aðstæður eru sýnilega mjög ólíkar því sem við eigum að venjast í rölum hér heima.  Takið eftir dekkjunum, þau eru örmjó.  En þessi örmjóu dekk grípa óhemjuvel í ísilagða vegi.  Hins vegar ef ísinn bráðnar, eða spólast burt þá tekur möl eða malbik við og þá eyðileggjast…

„Playing the waiting game“

Kristján Reynald Hjörleifsson, betur þekktur sem Stjáni Reyn meðal aksturíþróttafólks, er sérlegt auga motorsport.is og er einnig í þjónustuliði þeirra Danna og Ástu.  Að sögn Stjána er ekki mikið að gera hjá þeim, þeir eru bara á sínum stað, ekkert að flækjast við að elta rallið, bíða bara eftir Danna og Ástu, fylgjast með gangi…

Ásta, „Erum að fara inn á leið 4“

Mikil hamingja er í herbúðum Danna og Ástu því hlutirnir ganga upp, bíllinn er í lagi, þau á veginum og eru að læra.  Vissulega mikið stress, Ásta hafði t.d. ekki tíma til að segja fréttaritara neitt annað en „Sól og blíða, mikil hamingja, erum að fara inn á leið 4“. Svo virðist að þau séu…

Eftir sérleið 2

Tíminn á fyrstu leið gaf þeim systkinum 33ja sæti, á næstu leið voru þau í 31. sæti og nú eru þau í 30. sæti.  Það verður að teljast í takt við væntingar, eða jafnvel meira, að vera í 30 sæti eftir tvær leiðir.  Markmiðið er að klára í 24. sæti en þau ræstu no 24….

Rakastan sinua eða saatana perkele?

Aðspurð um væntingar hafa þau systkin verið fáorð, enda þá stödd á Íslandi og bæði bíllinn og sérleiðarnar á allt annarri breiddargráðu, einmitt í Finnlandi. En nú þegar þau eru búin að sjá bílinn, sérleiðarnar og undirbúningur búinn þá auðnaðist fréttaritara motorsport.is að kreista eitthvað upp úr Ástu.  „Númer eitt er að klára“, það eitt…

Keppnisskoðun – tékk, leiðarskoðun – tékk

Eftir 9 klukkustunda leiðarskoðun eru þau Danni og Ásta komin í hús.  Þjónustuliðið hefur ekki setið auðum höndum á meðan, fóru með bílinn í keppnisskoðun og eru búnir að setja upp þjónustutjald, eiginlega bílskúr, með rafmagni, lofti og öllum helstu græjum sem prýða þokkalegt bílaverkstæði. Þau systkin eru að vonast eftir frosti svo vegirnir verði…

Skoda Fabia

Blaðamaður motorsport.is talaði við Ástu og spurði um bílinn, Ásta var fljót til svars, sagðist ekkert vita enda hefðu þau ekki séð bílinn nema á mynd. En til að geta gefið lesendum einhverja hugmynd um bílinn fór blaðamaður á netið og leitaði upplýsinga sem vonandi segja eitthvað. Bíllinn heitir Skoda Fabia. Hann er 265 hestöfl en…

Danni og Ásta í útrás

Systkinin Daníel og Ásta Sigurðarbörn eru nú stödd í Finnlandi þar sem þau taka þátt í Tahko rallinu sem fer fram á laugardag. Dagskráin fram að keppni er stíf, þau flugu út á miðvikudag, fimmtudagurinn fór í að setja bílinn upp, stilla stóla og prufukeyra en þau höfðu aldrei séð bílinn nema á mynd. Það…

Áramótakveðja

Árið 2016 var skemmtilegt mótorsprtár, mikið um tilþrif að venju og dramatíkin átti sinn þátt líka. Þetta fyrsta ár motorsport.is var frekar magurt hvað fréttaflutning varðar, fáar keppnir voru teknar fyrir en þeim keppnum sem fjallað var um var komið þokkalega til skila vonum við.  Við stefnum auðvitað á að gera enn betur á komandi…

Íslenskt rall í Bíó Paradís

Bragi Þórðarson hefur unnið að gerð heimildarmyndar um Íslenskt rall frá upphafi, semsagt 40 ára saga rallsins.  Afraksturinn var svo sýndur í Bíó Paradís laugardaginn 10 desember við góðar undirtektir.  Rúmlega 170 manns voru á staðnum sem kom skemmtilega á óvart. Myndin er byggð á viðtölum og ýmsu myndefni úr ýmsum áttum.  Margir fróðleiksmolar litu dagsins…

Rallý á Íslandi í 40 ár

Bragi Þórðarson hefur sett saman sögu rallsins í kvikmynd sem sýnd verður í Bíó Paradís laugardaginn 10. Desember.  Öllum er heimill aðgangur og miðaverð er kr. 1.500. Miðasalan fer ekki fram í gegnum Bíó Paradís svo til að komast á gestalista vinsamlegast leggið 1500 kr. inná: Reikningsnúmer: 544-26-60881 Kennitala: 240993-2879 Sendið staðfestingu á bragithordar@gmail.com. Miðinn…