WRC fréttir

WRC byrjað aftur eftir sumarfrí Tæpir tveir mánuðir eru liðnir frá því síðasta umferðin í heimsmeistarakeppninni í ralli fór fram. Um helgina heldur veislan áfram þegar að níunda umferðin fer fram í Finnlandi. Keppnin er ein sú sögufrægasta ár hvert enda er rallakstur þjóðaríþrótt Finna. Í ár eru það ungstirnin Esapekka Lappi og Teemu Suninen…

Torfæran á Blönduósi

Óhætt er að fullyrða að áhorfendur fengu mikið fyrir sinn snúð í dag þegar Bílaklúbbur Akureyrar hélt torfærukeppni á Blönduósi. Börðin litu hrikalega út. Það var aldrei spurning; margir myndu velta og tilþrifin yrðu svakaleg. Keppnin um titilinn Þór Þormar Pálsson á THOR, Geir Evert Grímsson á Sleggjunni og Haukur Viðar Einarsson á Heklu voru…

Blönduós götubílar

Harðnandi slagur í götubílaflokki Steingrímur Bjarnason hafði aðeins tveggja stiga forskot í keppninni um Íslandsmeistaratitilinn. Hann vann síðustu keppni með yfirburðum, hafnaði í öðru sæti á Hellu en þar tapaði hann fyrir Óskari Jónssyni á Úlfinum. Snæbjörn Hauksson mætti á bíl föður síns, Hauks Birgissonar. Sá bíll kallast Þeytingur og þrátt fyrir litla reynslu náði…

Fólkið á Blönduósi

Bílaklúbbur Akureyrar hélt torfærukeppni á Blönduósi laugardaginn 29. júní og margt var um manninn. Annar ljósmyndara motorsport.is lét myndavélina „fanga“ fólkið í pyttinum að keppni lokinni.

KFC torfæran

Bílaklúbbur Akureyrar hélt sína árlegu bíladaga um helgina og var KFC torfæran einn dagskrárliðurinn. Keppnin fór fram í skraufþurrum gryfjum efst á keppnissvæði klúbbsins og setti ryk svolítið strik í reikninginn, einkum hjá ökumönnum og ljósmyndurum en áhorfendur sluppu ágætlega þar sem vindátt var þeim hagstæð þennan daginn. Keppnin um Íslandsmeistaratitilinn átti athygli fréttaritara motorsport.is…

Allt í járnum fyrir ítalska rallið

Upphitun: Allt í járnum fyrir ítalska rallið Áttunda umferðin í heimsmeistarakeppninni í ralli fer fram á Sardiníu á Ítalíu um helgina. Aðeins 10 stig skilja að efstu þrjá ökumennina á mótinu. Nú er keppnistímabilið hálfnað og eftir ítalska rallið fer WRC í tæplega tveggja mánaða sumarfrí. Að venju eru það Sebastien Ogier, Ott Tanak og…

Dans á rósum?

Lífið er ekki dans á rósum og það er rallý ekki heldur. Rallý er kannski frekar dans á þyrnirósum, allavega oft. Orkurallið sem fór fram liðna helgi endaði ekki á þann veg sem sumir keppendur höfðu ætlað. Hér eru helstu orsakir þess að sumar áhafnirnar skiluðu sér ekki í endamark. Fyrstir í upptalningunni eru þeir Valdimar Jón…

Orkurallið myndir

Fréttaritarar motorsport.is mættu með myndavélarnar og spöruðu ekki filmurnar. Afraksturinn má sjá hér að neðan. Myndir: Malín Brand og Þórður Bragason

Ótrúlegur Sunnudagur í Portúgal

Sjöunda umferð heimsmeistaramótsins í ralli fór fram í Portúgal um helgina. Mikið var um afföll á lokadegi keppninnar. Ott Tanak á Toyota Yaris stóð uppi sem öruggur sigurvegari. Eistlendingurinn náði forustunni strax á þriðju sérleið og lét hana aldrei af hendi. Tveir helstu keppinautar Tanak um heimsmeistaratitil ökumanna komu svo á eftir honum. Annar varð…

Orkurallið 2019

Akstursíþróttafélag Suðurnesja hélt sitt árlega rall um helgina. 19 áhafnir voru skráðar til leiks en tvær þeirra mættu ekki á ráslínu. Fyrirfram var búist við hörðum slag nokkurra áhafna. Sigurvegari síðasta árs, Ragnar Bjarni Gröndal, þótti líklegur en Baldur Hlöðversson með Heimi Snæ Jónsson sér við hlið þótti sömuleiðis líklegur. Gunnar Karl Jóhannesson hefur sýnt…

Tanak vinnur og Neuville veltur

Sjöttu umferð heimsmeistaramótsins í ralli lauk um helgina. Keppnin fór fram í Síle og var sú fyrsta sem haldin var þar í landi. ,,Ég finn fyrir ótrúlegum rallýáhuga hérna, alveg frá byrjun rallsins til enda var allt fullt af áhorfendum’’ sagði Ott Tanak eftir keppnina. Tanak og Martin Jarveoja stóðu uppi sem sigurvegarar eftir frábæran…

Ný áskorun um helgina

Sjötta umferð heimsmeistaramótsins í ralli fer fram í Síle um helgina. Aldrei hefur verið keppt í þar í landi á mótinu og er þetta því ný áskorun fyrir öll lið og ökumenn. Thierry Neuville leiðir keppni ökuþóra með tíu stiga forskot á sexfalda heimsmeistarann Sebastian Ogier. Þar á eftir kemur Ott Tanak á Toyota Yaris….