Magnús Sigurðsson er lentur

Magnús Sigurðsson á Kubbnum átti enn eitt glæsilegt stökkið á Hellu. Fréttaritari spurði Magnús hvað hann hafi hugsað meðan bíllinn var í loftinu. Magnús sagðist hafa vonað það eitt að bíllinn færi ekki fram fyrir sig, hvergi banginn, alls ekki, allt var í fína lagi. Magnús nefndi að það væri ástæða fyrir þessu mikla flugi,…

Atli Jamil, lukkudísir óskast

Atli Jamil á Thunderbolt átti góðan dag í Hellutorfærunni, reyndar með teimur undantekningum, eins og hann greindi fréttaritara frá í kvöld. Sú fyrri var bilun í stýrisbúnaði í ánni og hin í þeirri sömu á að keppni lokinni. Keppnin fór vel af stað. Atli, ásamt Þór Þormari, náði forystu í fyrstu þraut og sat einn…

Þór Þormar

Þór Þormar á THOR hefur verið að læra á bílinn og gera lítilsháttar breytingar á honum jafnt og þétt. Í fljótu bragði mætti ætla að ný og öflugri vél væri stærsta breytingin en svo er ekki að sögn Þórs sem benti á að mesti munurinn lægi í framdekkjunum. Þór hafði prófað mjög gripmikil framdekk sem…

Einvígið á Hellu

Þeir Þór Þormar og Atli Jamil háðu einvígi í keppninni sem stóð þar til annar féll. Atli virtist vera að hafa betur þegar í ána var komið en þar litu lukkudísirnar undan og ferð hans í ánni varð ekki löng. Þór sýndi hvað í sér býr og ók listavel alla keppnina. Ný og öflugri vél…

Laddi auglýsir torfæruna

Þórhallur Sigurðsson, Laddi, er landsmönnum vel kunnur.  Eitt hlutverk Ladda var að bregða sér í gerfi Bjarna Felixsonar íþróttafréttamanns.  Sem slíkur birtist Laddi í auglýsingu fyrir torfæruna fyrir mörgum árum.  Einhverjir þekkja e.t.v. bílinn sem Dr. Bjarni Fel (Laddi) ekur.

Sindra torfæran

Fyrsta umferð Íslandsmótsins í torfæru fer fram á Hellu laugardaginn 12. Maí og hefst klukkan ellefu. Keppendaflóran er með besta móti, 21 keppandi er skráður og nokkrar „gamlar kempur“ prýða ráslistann. Árni Kópsson er flestum kunnur enda hefur sjálfsagt enginn breytt torfærunni eins mikið og Árni þegar hann smíðaði Heimasætuna fyrir þó nokkrum áratugum.  Ferill…

Suðurnesjarall

Vorboði íslenskra rallara er Suðurnesjarallið, keppni sem fer fram á Suðurnesjum og inniheldur bæði innanbæjar leiðir sem og hefðbundnar og þekktar keppnisleiðir. Þeir Baldur Arnar og Hjalti unnu þessa keppni í fyrra og ætla sér eflaust sömu hluti í ár en búast má við harðari keppni í ár þar sem margar áhafnir hafa meldað sig…

Eyjólfur og Heimir unnu Rallý Reykjavík

Rallý Reykjavík var að ljúka rétt í þessu.  Þeir félagar Eyjólfur Melsteð og Heimir Snær Jónsson á Jeep Grand Cherokee fóru með sigur af hólmi.  Fréttaritara telst til að þetta sé í fyrsta sinn sem jeppi vinnur Rallý Reykjavík.  Þeir óku hratt en jafnt, engin áföll og engar meiriháttar bilanir.  Fyrst og fremst óku þeir…

Slagurinn harðnar

Slagurinn um annað sætið milli Fylkis og Antons annars vegar og Gunnars og Ísaks hins vegar harðnar.  Óstaðfestar heimilidir herma að Gunnar hafi tekið 41 sekúndu af Fylki niður Kaldadal.  Ef það er rétt þá er munurinn kominn í 1:16, þá er Hengill eftir, þar náði Gunnar 6 sekúndna betri tíma í fyrri ferð og…

Lokaspretturinn nálgast

Þeir Eyjólfur og Heimir náðu flottum tíma upp Tröllháls – Kaldadal, tóku c50 sekúndur af þeim Fylki og Antoni sem eru í öðru sæti.  Gunnar Karl og Ísak sem verma þriðja sætið tóku 20 sekúndur af þeim Fylki og Antoni sem þurfa ekkert að verjast neitt sérstaklega en bilið milli þessara áhafna er núna 1:42…

Fréttir af Kaldadal (óstaðfest)

Fregnir herma að Eyjólfur og Heimir hafi tekið 50 sekúndur af Gunnari Karli og Ísak, Jón Bjarni og Sæmundur voru með svipaðan tíma og Gunnar Karl og Ísak og bíllinn hjá Baldri Arnari og Hjalta virðist vera kominn í lag en þeir voru einnig með svipaðan tíma og tvær fyrrnefndar áhafnir. Kári og Svavar skiptu…

Staða þegar rallið er hálfnað

Staðan í arllinu er lítið breytt frá í gærkvöldi en rallið er hálfnað að nafninu til en ekki hálfnað í eknum kílómetrum. Búið er qað aka ca 112 km af rúmlega 300 svo ljóst er að allt getur gerst. Þó við séum að horfa á 4 mínútur milli sumra áhafna verður að segjast að það…